Matthías Jochumsson - aldarártíð

Matthías Jochumsson - aldarártíð

Hinn 18. nóvember 2020 var öld liðin frá andláti skáldsins Matthíasar Jochumssonar. Hann varð ungur þjóðþekktur höfundur fyrir leikrit sem fyrst hét Útilegumennirnir, síðan Skugga-Sveinn. Það var lengi afar vinsælt og leikið um allt land. Brátt varð Matthías eitt afkastamesta ljóðskáld þjóðarinnar og þátttakandi í bókmenntalífinu, til hliðar við starf sitt sem sóknarprrestur. Auk frumortra kvæða þýddi hann einstök ljóð og kvæðaflokka sem ekki urðu síður vinsæll. Hann varð fyrstur tiil kynna Íslendingum Shakespeare og þýddi fjögur leikrit eftir hann. Á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 orti Matthías lofsöng sem varð þjóðsöngur Íslendinga við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Ó, Guð vors lands.

Ferill Matthíasar er rakinn í megindráttum. Úr safni útvarpsins er dreginn fram lestur fremstu flytjenda á kvæðum skáldsins, frumortum og þýddum. Hér heyra Andrés Björnsson, Herdísi Þorvaldsdóttur, Lárus Pálsson og Þorstein Ö. Stephensen. ógleymdum Árna Kristjánssyn píanóleikara og tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins, sem ungur var náinn Matthíasi og um síðustu heildarútgáfu á kvæðum hans.

Einnig er í þættinum kafli úr upptöku frá Sigurhæðum, húsi Matthíasar á Akureyri árið 1961, þegar húsið var gert safni um hann. Þá flutti Davíð Stefánsson skáld ræðu sem heyra kafla úr. er framtíð Sigurhæða, sem eru í eigu Akureyrarbæjar, í nokkurri óvissu.

Umsjón: Gunnar Stefánsson.