• 00:05:06Eggert Gunnarsson - 5 ár á Papúa Nýju Gíneu
  • 00:21:38Eggert Gunnarsson - seinni hluti
  • 00:38:29Matarspjall - matreiðslubók Monet

Mannlegi þátturinn

Eggert Gunnarsson í Papúa Nýju Gíneu og maturinn hans Monet

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Eggert Gunnarsson. Hann vann hér á RÚV í sjónvarpinu við framleiðslu á dagskrárefni, heimildarþáttum, tónlistarþáttum og barnaefni. En við fengum hann í þáttinn til segja okkur frá 5 árum sem komu í kjölfarið á óvæntum tölvupósti sem hann fékk árið 2015. Í póstinum var hann spurður hvort hann hefði áhuga á taka þátt í rekstri sjónvarpsstöðvar á Papúa Nýju Gíneu. Eggert sagði okkur frá því hvernig þetta atvikaðist og svo auðvitað frá þessum fimm árum sem hann dvaldi hinum megin á hnettinum í hitabeltisloftslagi í landi sem er okkur flestum framandi. Við forvitnuðumst líka um bókina The Banana Garden, vísindaskáldsögu sem hann skrifaði, sem gerist í ekki svo fjarlægri framtíð, þegar margt hefur færst til verri vegar í heiminum vegna þróunar í loftslagsmálum. Eggert Gunnarsson, Papúa Nýja Gínea og The Banana Garden í þættinum í dag.

Í matarspjalli dagsins kom Sigurlaug með matreiðslubókina The Monet Cookbook. Sem sagt matur innblásinn af franska málaranum Claude Monet, en hann var víst mikill sælkeri auk þess vera frábær málari. Hann skyldi eftir sig bækur fullar af uppskriftum sem Sigurlaug sagði okkur frá í þættinum í dag.

_________________________________________

Tónlist í þættinum:

Úti í eyjum / Stuðmenn (Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon).

Simple Life / Mereani Masani

Daddy / Leonard Kania

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

10. júní 2022

Aðgengilegt til

11. júní 2023
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.