• 00:07:47Anita Briem - föstudagsgesturinn
  • 00:25:08Anita Briem - seinni hluti
  • 00:43:11Matarspjallið - brauðsúpa

Mannlegi þátturinn

Anita Briem föstudagsgestur og brauðsúpuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Anita Briem leikkona. Hún hefur leikið frá því hún var mjög ung, byrjaði 9 ára gömul í Emil í Kattholti í Þjóðleikhúsinu. Hún fór 16 ára ein til Bretlands og komst inn í einn þekktasta leiklistarskóla í heiminu, Royal Academy of Dramatic Arts. Hún sagði okkur frá námsárunum og til dæmis frá því hún fékk verðlaun fyrir bardagalist. Eftir útskrift þaðan hefur hún leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, hér heima og erlendis. Svo sagði hún okkur frá sínu nýjasta verkefni, þar sem hún leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd sem fer í almenna sýningu í kvöld, Skjálfti, eftir Tinnu Hrafnsdóttur. Við spjölluðum sem sagt við Anitu um æskuna og uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.

Í matarspjallinu í dag töluðum við um brauðsúpu. Ekki eru allir jafn spenntir fyrir henni, sum okkar elska hana á meðan önnur... jah ekki jafn mikið.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

1. apríl 2022

Aðgengilegt til

2. apríl 2023
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.