• 00:06:01Birgitta Haukdal - föstudagsgesturinn
  • 00:19:43Birgitta Haukdal - seinni hluti
  • 00:39:03Ragnar læknir í afmælismatarspjalli Sigurlaugar

Mannlegi þátturinn

Birgitta Haukdal föstudagsgestur og Heima hjá lækninum í eldhúsinu

Föstudagsgesturinn okkar í dag var Birgitta Haukdal söngkona með meiru og síðustu ár einnig rithöfundur en hún hefur gefið út fjölmargar barnabækur ?um Láru og Ljónsa og Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt barnaleikrit á morgun eftir hennar sögu, Lára og Ljónsi, jólasaga. Guðjón Davíð Karlsson skrifar leikgerð og leikstýrir og tónlist eftir Birgittu prýðir sýninguna. Birgitta talaði um æskuna á Húsavík, íþróttaferilinn, þverflautuna, árin í Barcelona og söngferilinn.

Matarspjallið var á sínum stað með Sigurlaugu Margréti, en hún á afmæli í dag. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, kom sem óvæntur gestur í þáttinn, var í rauninni afmælisgjöf þáttarins til Sigurlaugar, en hann kom með nýju bókina sína, glóðvolga úr prentun, Heima hjá lækninum í eldhúsinu. Ragnar sagði frá tilurð bókarinnar og uppskriftunum sem hann eldaði allar heima hjá sér.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

12. nóv. 2021

Aðgengilegt til

13. nóv. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.