Mannlegi þátturinn

Að ferðast ein, Njála á hundavaði og Óttar Guðmundsson

Guðrún Ólafsdóttir stýrir nokkrum námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem vöktu áhuga okkar, ferðast ein um heiminn, ferðast með lest, svo er hún með námskeið um kóreska menningu, þar sem hún kennir fólki njóta svokallaðs Kdrama og Kpops og við fengum Guðrúnu í þáttinn til segja okkur frá ferðalögum sínum, kóreskri menningu og já, gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001), því hún kennir líka inn á það hjá Endurmenntun.

Eftir hafa farið á hundavaði um sögu íslensku þjóðarinnar í þremur sýningum, Sögu þjóðar, Öldinni okkar og Kvenfólki, snýr dúettinn Hundur í óskilum aftur á svið og fer á hundavaði í gegnum sjálfa Njálu. Í sýningunni hlaupa þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt nefnt. Þeir félagar komu í þáttinn í dag.

Sigvalda Kaldalóns þekkja líklega flestir Íslendingar vegna laganna sem hann samdi og lifa enn með þjóðinni. En færri þekkja til átakanna milli hans og læknafélagsins, en þá sögu hefur Óttar Guðmundsson kynnt sér. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum fékk Óttar til segja sér þessa sögu.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

12. okt. 2021

Aðgengilegt til

13. okt. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.