• 00:08:52Janina Magdalena Kryszewska
  • 00:25:36Ingibjörg Hanna - Hrútadagurinn
  • 00:38:51Ólafur Engilbertsson - Kristín Einarsdóttir

Mannlegi þátturinn

Janina Kryszewska, Hrútadagurinn og Ólafur Engilbertsson

Það spunnust miklar umræður á facebook síðu RÚV English á dögunum undir frétt um íslenskukennslu og íslenskukunnáttu fólks af erlendum uppruna á Íslandi. Þar kom til dæmis fram hversu erfitt það getur verið vinnu á Íslandi við hæfi út frá menntun og reynslu ef viðkomandi er með erlent nafn, eða vegna þess það talar t.d. íslensku með erlendum hreimi. Þar var jafnvel talað um það gæti verið kostur breyta nafninu sínu og taka sér íslenskt nafn til eiga meiri möguleika á því atvinnuumsókn tekin alvarlega. Við fengum Janinu Magdalenu Kryszewska, sem vinnur hjá Fjölmenningarsetri, til gefa okkur innsýn inn í reynsluheim fólks af erlendum uppruna.

Hrútadagurinn á Raufarhöfn er haldinn fyrsta laugardag í október ár hvert í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Það var hópur framtakssamra bænda í Þistilfirði, Sléttu og Öxarfirði sem ákváðu safna saman á einn stað söluhæfum hrútum af svæðinu. Þetta var meðal annars gert til auðvelda kaupendum valið, hafa hrútana alla á einum stað til geta borið þá saman. Einnig er þetta gott tilefni til koma saman, bændur af svæðinu og þeir sem eru lengra komnir í kauphugleiðingum, ásamt öðru áhugafólki um sauðfjárræktun. Við fengum Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Hrútadagsnefndar, til segja okkur meira frá Hrútadeginum í ár.

Ólafur Engilbertsson menningarmiðlari hefur sett upp sýningar af ýmsu toga á sinni starfsævi en löngu liðnir atburðir í nágrenni æskuheimilis hans höfðu mikil áhrif á hans líf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum hitti Ólaf og ræddi við hann.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR

Birt

28. sept. 2021

Aðgengilegt til

29. sept. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.