• 00:07:06Guðrún Árný - föstudagsgesturinn
  • 00:23:46Guðrún Árný - 2.hluti
  • 00:41:25Matarspjallið - matreiðslubækur og lifur

Mannlegi þátturinn

Guðrún Árný föstudagsgestur og matreiðslubækur

Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona og píanóleikari er föstudagsgestur okkar í dag. Hún hefur sungið sig inní hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir löngu síðan, hún hefur tekið þátt í Eurovisionkeppninni, hér heima í undankeppni og farið utan sem bakrödd. Hún tók þátt í Frostrósatónleikunum eftirminnilegu og hefur átt farsælan sólóferil. Hún hefur nýlega stofnað kór þar sem engar skyldur hvíla á um mætingu og allir eru velkomnir. Svo stjórnar hún gjarnan samsöng þar sem hún situr við píanóið og fær fólk til syngja með sér, hvort sem er í afmælum, brúðkaupsveislum, fyrirtækjaveislum eða á veitingastað. Við áttum skemmtilegt spjall við Guðrúnu í þættinum í dag.

Í matarspjallinu hringdum við í Sigurlaugu Margréti sem þessu sinni situr norður í landi og flettir matreiðslubókum sem hún finnur í eldhúshillum þar. Það spunnust meðal annars líflegar umræður um borðsiði og lifur.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

17. sept. 2021

Aðgengilegt til

17. sept. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.