Mannlegi þátturinn

Páll Einarsson, skjátími og Kontóristinn um viðskiptaferðalög

Flatarmál hraunsins, sem runnið hefur úr gosinu í Fagradalsfjalli, hefur stækkað töluvert frá síðustu mælingu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands eða um rúmlega 60 þúsund fermetra á dag, eða sem samsvarar um níu knattspyrnuvöllum á degi hverjum. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur var gestur þáttarins í dag og við ræddum við hann um eldgosið í Geldingardölum frá mörgum hliðum.

á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla þá veltum við því talsvert fyrir okkur hversu mikill tími fer í þessa blessuðu nýju tækni. Hversu lengi við störum á símana okkar og tölvurnar á dag og hvaða áhrif það hefur á okkar líf. Svo ekki minnst á börnin og unglingana, sem hafa alist upp með snjalltækin í höndunum og þekkja ekki þá tíma þegar þessi tækni var ekki til. er auðvitað spurning hversu góðar fyrirmyndir við erum fyrir þau í þessu tilliti, hvort við þurfum ekki byrja á því breyta okkar hegðun fyrst, ef við viljum takmarka skjátíma barnanna. En svo eru kannski ekki allir sem vita það eru til mjög nytsamleg forrit og tól, sem mörg hver fylgja með snjalltækjunum, þar sem hægt er gera einmitt þetta. Sem sagt takmarka skjátíma og aðgengi netinu. Bæði fyrir börnin og einnig fyrir okkur sjálf. Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi hjá Símanum kom í þáttinn og sagði frá þessu.

Við fengum nýja hugvekju frá Kontóristanum Steinari Þór Ólafssyni, í dag. Í þetta sinn velti hann fyrir sér viðskiptaferðalögum. Kórónuveiran hefur sannað fyrir okkur viðskiptatengt ferðalög sem tóku drjúgan tíma margra fyrir kórónuveiruna vel leysa af hólmi með fjarfundum en Kontóristinn velti fyrir sér í dag hvernig þetta muni þróast þegar sér fyrir endan á þessu ferðabanni okkar.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

15. júní 2021

Aðgengilegt til

15. júní 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.