• 00:07:15Aron Daði Þórisson - Myndarsögur
  • 00:20:35Viktoría Jensdóttir - Ljósavinaherferð
  • 00:37:27Vignir Rafn - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Ljósvinaherferð, myndasögutímarit, Vignir Rafn lesandi vikunnar

Í síðustu viku fór af stað Ljósavinaherferð, en Ljósavinir eru styrktaraðilar Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess og þessir styrkir skipta höfuðmáli fyrir reksturinn sem er rekin miklu leyti á þessum framlögum. Nánast allt í Ljósinu er fólki kostnaðarlausu. Við töluðum við Viktoríu Jensdóttur verkfræðing sem greindist með krabbamein í lok síðasta árs.

Við fengum Aron Daða Þórisson til þess segja okkur frá sögu myndasagna á Íslandi og stöðu þeirra. En til stendur gefa út nýtt myndasögutímarit á Íslandi á næstunni þar sem fjöldi íslenskra höfunda leggja til efni. Þetta form, myndasögur, eru á áhugaverðum tímamótum, þegar prentmiðlar eiga undir högg sækja á sama tíma og vinsælustu kvikmyndir í heiminum í meira en áratug hafa sprottið upp úr myndasögum. Aron Daði fór betur með okkur yfir þetta í þættinum.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikstjórinn og leikarinn Vignir Rafn Valþórsson. Við fengum vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

14. júní 2021

Aðgengilegt til

14. júní 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.