Mannlegi þátturinn

Einstök börn, Ólöf í Vogabúi og Ármann lesandi vikunnar

Félagið Einstök börn hlaut á föstudaginn fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2021. Eliza Reid, forsetafrú og velgjörðasendiherra SIS afhenti Guðrúnu Helgu Harðardóttur framkvæmdastjóra Einstakra barna viðurkenninguna, en SOS Barnaþorpin hafa veitt þessa viðurkenningu frá árinu 2016 til aðila sem vinna mikilvæg störf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Guðrún Helga kokm í þáttinn í dag ásamt Ólöfu Þóru Sverrisdóttur, sem er móðir barns sem er skjólstæðingur félagsins og einnig var Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna með í för.

streyma ferðamenn til landsins og spurning hve stór hluti af þeim skilar sér austur, vestur, norður og á Suðurlandið. Við slógum á þráðinn norður í land til Ólafar Hallgrímsdóttur bónda í Vogabúi við Mývatn en þar er hið fræga Vogafjós. Þar er hægt er sér ljúffengan málsverð og horfa á kýrnar í fjósinu um leið.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku og rithöfundur. Við fengum vita hvaða bækur Ármann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

31. maí 2021

Aðgengilegt til

31. maí 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.