Mannlegi þátturinn

Snæbjörn föstudagsgestur og brennd steik í matarspjalli

Í kvöld verður heimildamynd um Ljótu Hálfvitana sýnd í sjónvarpinu hér á RÚV og svo beint á eftir henni verður sýnd upptaka af tónleikum með þeim félögum frá Græna Hattinum. Ljótu hálfvitarnir eru flestir ættaðir frá Húsavík og þar á meðal bræðurnir Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir. Snæbjörn var einmitt föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn, en hann er einmitt ásamt Baldri bróður sínum partur af annari hljómsveit, Skálmöld og þeir halda úti hlaðvarpsveitu sem þeir kalla Hljóðkirkjan og eru þar sjálfir með nokkra þætti, Snæbjörn til dæmis með viðtalsþátt sem heitir því einfalda nafni Snæbjörn talar við fólk.

Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti er á sínum stað. Hvað eigum við gera þegar steikin brennur, sósan misheppnast og gestir á leiðinni til okkar ? Hvernig er hægt bjarga steikinni? Og svo förum við yfir nokkra ódýra rétti sem hægt er bjarga sér með svona á síðustu metrunum fyrir mánaðarmót.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

28. maí 2021

Aðgengilegt til

28. maí 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.