Mannlegi þátturinn

Refill á Sögulofti, golfsumarið og Garðyrkjuskólinn að Reykjum

Landnámssetrið á 15. ára afmæli á morgun. Því verður fagnað með pompi og prakt og með frumsýningu á nýrri sýningu á Söguloftinu kl. 16 ? REFILLINN í flutningi Reynis Tómasar Geirssonar. Reynir Tómas, sem fagnar reyndar 75 ára afmæli þennan dag, var til margra ára yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir kom í þáttinn og sagði okkur frá síðustu fimmtán árum í Landnámssetrinu og því hvað er framundan.

Þessa dagana eru streyma kylfingar á öllum aldri út á golfvelli þessa lands. Tugir þúsunda stunda þessa vinsælu íþrótt hér á landi og við fengum Björn Víglundsson, formann Golfklúbbs Reykjavíkur, til þess segja okkur frá því hvernig golfvellirnir eru koma undan vetri, mikla ásókn í rástíma á völlunum og bara fara almennt með okkur yfir sviðið í upphafi golfsumarsins.

Í síðustu viku fór Margrét Blöndal í heimsókn til Auðar Ottesen garðyrkjufræðings á Selfossi. Í viðtalinu stakk Auður þeirri hugmynd Margréti það gæti verið snjöll hugmynd sækja bara um í Garðyrkjuskólanum ef hún vildi sem bestum tökum á ræktuninni. Margrét tók hana á orðinu og fór í morgunkaffi til Guðríðar Helgdóttur garðyrkjufræðings í Garðyrkjuskólanum Reykjum í Hveragerði og fékk m.a. vita hvað gæti beðið hennar ef hún sendi inn umsókn og kæmist inn.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

12. maí 2021

Aðgengilegt til

12. maí 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.