Mannlegi þátturinn

Stórsveit Íslands, breytingaskeiðið og Haukur lesandi vikunnar

Stórsveit Íslands er svokallað big band eða stórsveit. Þau fengu styrk á síðasta ári til þess láta útsetja fyrir sig lög eftir Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson en eins og svo margir aðrir þurftu þau fresta og aflýsa fjölmörgum tónleikum vegna Covid. hyllir vonandi undir betri tíma. Þeir Daði Þór Einarsson, básúnuleikari og stjórnandi Stórsveitarinnar og Halldór Sighvatsson saxófónleikari komu í þáttinn og sögðu okkur frá sögu sveitarinnar, sögu nafnsin og því hvað þarf til teljast stórsveit.

Við forvitnuðumst um félag áhugafólks um breytingaskeið kvenna í þættinum í dag. Félagið heldur úti síðu á facebook sem nýtur vinsælda hjá konum á miðjum aldri og þessi síða var stofnuð árið 2013 og formaðurinn Margrét Jónsdóttir Njarðvík sagði nánar frá félaginu í þættinum, en auk þess vera formaður félagsins er hún líka rektor Háskólans á Bifröst og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo.

Lesandi vikunnar var Haukur Gröndal tónlistarmaður. Hann er meðal annars klarínett- og saxófónleikari, hann hefur leikið inná fjölmargar hljómplötur, unnið við upptökustjórn, útsett fyrir ýmsar hljómsveitir, auk þess leika með ýmsum hljómsveitum um allt land og víða erlendis. En í dag kom hann í þáttinn og sagði frá þeim bókum sem hann hefur verið lesa undanfarið og svo í lokin hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

10. maí 2021

Aðgengilegt til

10. maí 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.