Mannlegi þátturinn

ADHD meðal eldra fólks, landssöfnun Barnaheilla og Finnur oddviti

Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna, efndi nýverið til fræðslufundar um ADHD meðal eldra fólks. Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ. Hvernig birtist ADHD hjá eldri kynslóðinni? Sólveig kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því.

Landssöfnun Barnaheilla til stuðnings forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum hófst í síðustu viku. Við fengum til okkar Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, verkefnastjóra innlendra verkefna hjá Barnaheillum og Sævar Þór Jónsson lögfræðingur en nýlega kom út bók eftir hann, Barnið í garðinum, þar sem hann talar meðal annars um reynslu sína af kynferðisofbeldi í æsku. Við töluðum við þau um átakið og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og spurningar og svör sem Barnaheill varpar fram í þeim tilgangi.

Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar gómsæt kirsuber á Svanshóli í Bjarnarfirði og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur og víðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík og ræddi við hann um grásleppu og fleiri fiska.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

27. apríl 2021

Aðgengilegt til

27. apríl 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.