• 00:09:53Lóa Hjálmtýsdóttir - lesandi vikunnar
  • 00:32:44Silja Ástudóttir - www.strandir.is

Mannlegi þátturinn

Lóa lesandi vikunnar og strandir.is

Lesandi vikunnar kom í þáttinn í dag á þriðjudegi, þar sem það var ekki þáttur í gær á öðrum í páskum. Lesandinn í þetta sinn var Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguhöfundur, teiknari og tónlistarkona. Hún var einn höfunda Skaupsins í fyrra og hitteðfyrra og barnabókin hennar Grísafjörður hlaut tilnefningu til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skemmstu. Við fengum vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

Nýlega var opnaður upplýsingavefur fyrir Strandir www.strandir.is, þar geta gestir, íbúar og þeir sem hugsa sér mögulega flytja á Strandir aflað sér upplýsinga af ýmsu tagi. Auglýsingastofan Aldeilis setti upp vefinn en Silja Ástudóttir er ritstýra og verkefnisstýra. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með Silju og þær fóru yfir ýmislegt sem þar finna.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

6. apríl 2021

Aðgengilegt til

6. apríl 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.