Mannlegi þátturinn

Mikilvægi styrktaræfinga, að mála lag og Tellington T Touch

Dr. Janus Guðlaugsson kom í þáttinn í dag og kynnti fyrir okkur niðurstöður nýrra kannana sem hann hefur gert meðal eldri borgara á tímum Covid sem sýna hversu mikilvægar styrktaræfingar og hreyfing eru og ef ekki er sérstaklega er passað upp á það á svona tímum, þá getur aðgerðarleysi leikið eldri borgara grátt. Janus sagði frá þessum mælingum og mikilvægi styrktarþjálfunar og forvarna í þættinum.

Í dag opnar sýning í Kringlunni þar sem ólíkar listgreinar skapa eina nýstárlega heild. Um er ræða tónlist, málverk, danslist og kvikmyndagerð. Á veggjum sýningarinnar verða 12 málverk og við hlið þeirra skjáir með listrænum myndböndum sem innihalda 12 lög. Sýningargestir geta með heyrnartólum á staðnum hlustað á lögin sem málverkin eru um, séð þau verða til í myndbandi og horft samtímis á þau fullsköpuð á sýningarveggnum. Bjarni Hafþór Helgason ssagði nánar frá þessu í þættinum en þessi viðburður er haldin til styrktar Parkisonssamtökunum.

Tellington T Touch er tækni sem snýr þjálfun dýra og er notuð í yfir 40 löndum víða um heim. Markmiðið með henni er auka vellíðan hesta, hunda, katta og raunar allra dýra sem hafa taugakerfi, þar á meðal manna. hefur þessi aðferðafræði skotið rótum í Flóanum og við fengum heyra í þættinum þegar Margrét Blöndal fór heimsækja Maríu Weiss fiðlukennara og Tellington T Touch þjálfara og fræddist um hugmyndafræðina sem liggur baki.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

24. mars 2021

Aðgengilegt til

24. mars 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.