• 00:09:16Pálmi Sigurhjartarson - föstudagsgesturinn
  • 00:26:56Pálmi Sigurhjartarson - seinni hluti
  • 00:42:08Matarspjallið - kökuspjall

Mannlegi þátturinn

Pálmi Sigurhjartarson föstudagsgestur og kökuspjall

Föstudagsgesturinn okkar í dag var tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjartarson. Inná vefnum ÍSMÚS - Íslensk músík og menningararfur, stendur eftirfarandi um Pálma: Pálmi Sigurhjartarson byrjaði sjálfmennta sig á píanó 1972 með því æfa og læra bandaríska þjóðsönginn. Upp frá því var hann sendur í tónlistarnám í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur, þá Tónskóla Sigursveins, og var seinna í einkatímum í klassískum píanóleik til 12 ára aldurs en ráðlagt hætta námi af kennara sínum er hann lék hið hugljúfa popplag ?My life? eftir Billy Joel á jólatónleikum hins klassíska píanókennara. segja þetta hafi skipt sköpum fyrir okkar mann sem byrjaði upp úr 12 ára aldri þroska tónlistarhæfileika sína upp á eigin spýtur, og ákvað gera tónlistina sínu starfi. Frá árinu 1985 hefur Pálmi, sem er auðvitað þekktastur fyrir vera í Sniglabandinu, tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari. Þá hefur hann einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, undirleikari hjá fjölda listamanna og unnið við tónlistarkennslu.

Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Í dag sagði hún okkur frá frönskum súkkulaðikökum og napóleonskökum. Sem sagt gómsætt og gott matarspjall í dag.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

5. mars 2021

Aðgengilegt til

5. mars 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.