• 00:08:06Ásgeir R. Helgason - Mottumars
  • 00:25:42Ásdís Sigurðard. - austfirsku alparnir
  • 00:39:18Póstkort frá Spáni - Magnús R. Einarsson

Mannlegi þátturinn

Mottumars, austfirsku alparnir og póstkort frá Spáni

Mottumars er hafinn, árverknisátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum. Í Mottumars er aflað fjár fyrir fræðslu og mikilvægum stuðningi við karla sem glíma við krabbamein og fjölskyldur þeirra. Í ár er endurvakin Mottukeppnin, með henni sýna karlar samstöðu með því keppa um fallegasta yfirvaraskeggið, eða ?mottuna?. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir. Við fengum Ásgeir R. Helgason sálfræðing og lýðheilsufræðing til segja okkur frá upplifun karla við krabbameinsgreiningu og hvaða þætti lífsins slík greining snertir.

Oddsskarð eða austfirsku alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft kallað, er virkilega skemmtilegt skíðasvæði margra. Þetta er tími ársins þegar landsmenn taka fram skíðin og framundan eru páskarnir þar sem margir vilja fara í skíðaferðir. Páskafjör verður í Oddskarði og við slógum á þráðinn austur og töluðum við Ásdísi Sigurðardóttur, forstöðumann skíðasvæðisins í Oddskarði, í þættinum.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins greinir frá mótmælum og óeirðum sem hafa skekið spænskar borgir undanfarinn hálfan mánuð. Mótmælin hófust þegar rappari var handtekinn fyrir yrkja níð um lögregluna, móðga konungsfjölskylduna og lofsama dæmda hryðjuverkamenn, en hafa þau snúist mestu uppí óeirðir vegna hraklegrar stöðu ungs fólks, en atvinnuleysi mælist 40% meðal þess. Í seinni hluta pistilsins segir af Jóhanni Karli fyrrum Spánarkonungi, en hann er umvafinn hneykslismálum vegna skattsvika og framhjáhalds.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

3. mars 2021

Aðgengilegt til

3. mars 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.