• 00:09:14Ásdís Olsen - dáleiðsla
  • 00:26:51Lenya Rún - Reynslusögur af rasisma
  • 00:38:25Póstkort frá Spáni - Magnús R. Einarsson

Mannlegi þátturinn

Dáleiðsla, reynslusögur af rasisma og póstkort frá Spáni

Við ræddum um dáleiðslu við Ásdísi Olsen sem kennir við Dáleiðsluskóla Íslands en hún sérhæfir sig í aðferðum til auka sjálfsvitund, tilfinningagreind, innsæi og nýta ímyndunaraflið til láta drauma rætast. Ásdís er einnig núvitundarkennari og markþjálfi og stundar doktorsnám í jákvæðri sálfræði.

Hvernig birtist rasismi og hvít kynþáttahyggja í íslensku samfélagi? Hvaða áhrif hefur það á þolendur þess? Hvernig er hægt taka skref í uppræta kynþáttafordóma í umhverfi okkar og hvað einkennir góðan bandamann? Þessum spurningum og fleirum til verður svarað annað kvöld í samtali við þrjá einstaklinga á streymisviðburðinum Reynslusögur af rasisma sem er hluti af jafnréttisdögum háskólanna á Íslandi. Í ár verður sérstaklega fjallað um fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, vald, mismunun og fleira. Við fengum til okkar í spjall Lenyu Rún Taha Karim, sem er ein þeirra þriggja sem segir frá sinni reynslu á streymisviðburðinum annað kvöld.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Póskort dagsins fjallar nánast eingöngu um covid farsóttina og baráttuna við hana á Costa Blanca. barátta hefur gengið upp og niður, smit hefur aukist mikið eftir hátíðarnar og það líður varla vika án þess reglur séu hertar. Allur samanburður við aðstæður og þróun mála á íslandi er til einskis því aðstæður eru gerólíkar. En hertar reglur í Valensíuhéraði eru farnar minna óþægilega á fyrravor þegar úgöngubann var sett á í þrjá mánuði.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

3. feb. 2021

Aðgengilegt til

3. feb. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.