• 00:07:45Forstöðukona fjölmenningarseturs
  • 00:24:27Hvað getum við gert? Elín Hirst og Sævar Helgi
  • 00:40:11Kristín Einarsdóttir -Malarkaffi

Mannlegi þátturinn

Nichole Leigh, Sævar Helgi, Elín Hirst og hjónin á Malarhorni

Félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðukonu Fjölmenningarseturs. Nichole vann lengi á leikskóla, lengst af sem leikskólastjóri, hún hefur setið á alþingi og hefur verið verkefnastjóri á þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Breiðholti og hefur unnið fjölda verkefna sem koma fjölmenningu. Hún kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá sér og þeim verkefnum sem eru framundan hjá henni og Fjölmenningarsetri.

Sævar Helgi Bragason og Elín Hirst komu í þáttinn í dag, en þau eru tvö þeirra sem standa nýju sjónvarpsþáttunum Hvað getum við gert? Sem eru sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? En í þeim var farið yfir áhrif okkar á lofstlagið og það tjón sem hefur orðið af mannavöldum og afleiðingar þess. Í þessum nýju þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt gera lífið á jörðinni enn betra.

Á Drangsnesi er rekið hótelið Malarhorn sem dregur nafn sitt af því skessa nokkur hjó í reiðikasti stórt stykki úr landinu, þar sem heitir Malarhorn, kastaði því í sjóinn fyrir utan Drangsnes og skapaði með því Grímsey sem er margra mati ein helsta perla Stranda. Hjónin Eva Katrín Reynisdóttir og Magnús Ölver Ásbjörnsson reka hótelið og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi við þau um reksturinn á tímum Covid og ýmsilegt annað.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

2. feb. 2021

Aðgengilegt til

2. feb. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.