• 00:07:08Ævar Þór - sendiherra UNICEF
  • 00:22:51Magnús Már - snóþyngsl fyrir norðan
  • 00:37:19Jenný Jensdóttir - viðtal Kristínar Einarsd.

Mannlegi þátturinn

Ævar Þór sendiherra UNICEF, snjóþungt fyrir norðan og Jenný Jensd.

Ævar Þór Benediktsson hefur verið skipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, fyrstur Íslendinga. Hlutverk sendiherra er styðja við baráttu UNICEF fyrir réttindum barna um allan heim. Sendiherrar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru í hópi vel þekktra og virtra einstaklinga úr heimi listsköpunar, vísinda, bókmennta, fjölmiðla og íþrótta svo dæmi séu nefnd. Bætist Ævar þar í hóp sendiherra landsnefnda UNICEF um allan heim, í þeim hópi eru til dæmis leikararnir Pierce Brosnan og Evan McGregor, leikkonurnar Trine Dyrholm og Susan Sarandon og knattspyrnuþjálfarinn Alex Ferguson. Ævar kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu nýja hlutverki og hvað í því felst.

Í fréttum í gær var fjallað um mikla snjókomu á Akureyri síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Rúmlega 30 moksturstæki voru á ferð um bæinn í gær og höfðu vart undan við ryðja helstu götur og göngustíga. Þar er allt á kafi í snjó, háir skaflar víða og við slógum á þráðinn á Laugar í Þingeyjasveit og heyrðum í gömlum góðum vini Mannlega þáttarins sem er búinn færa sig um set frá Vopnafirði yfir í Laugar. Við hringdum í Magnús Þorvaldsson, í þættinum í dag, en hann er forstöðumaður Íþróttamamiðstöðvar Þingeyjarsveitar.

Jenný Jensdóttir var eitt þeirra barna sem fékk fara í sveit sem barn, ein sveitadvölin var þó eftirminnilegri en aðrar þar sem Jenný fór á annan en í upphafi stóð til. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Jenny sem hefur nýlokið langri starfsævi fyrir Kaldrananeshrepp.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

26. jan. 2021

Aðgengilegt til

26. jan. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.