Vetrarhjólamennska, kvíði og áramótauppjör Kristínar
Sífellt fleiri nota hjól sem fararskjóta og þó það sé færra hjólreiðafólk á götunum yfir kaldasta og dimmasta tíma ársins þá eru samt margir sem nota hjólin allan ársins hring. Við fengum þau Árna Davíðsson og Sesselju Traustadóttur til að koma í þáttinn, þau eru bæði í Landssamtökum hjólreiðafólks, sem stendur meðal annars fyrir hjólatúrum annan hvern laugardag. Þau sögðu okkur frá reiðhjólum, rafmagnshjólum, nagladekkjum, vetrarhjólamennsku og fleiru í þættinum í dag.
Við ræddum við Sigurbjörgu Söru Bergsdóttir ráðgjafa til 15 ára en hún hefur meðal annars sérhæft sig í áföllum, kvíða og þunglyndi. Við veltum fyrir okkur hvaða áhrif þetta ár í Covid hefur haft á almenna líðan fólks? Nú er um það bil eitt ár liðið frá því heimurinn frétti af COVID-19 fyrst og allt breyttist á svipstundu. Hvaða áhrif hefur svona langvarandi streita sem margir upplifa, kvíði, áhyggjur og jafnvel vonleysi? Hvað getum við gert til að láta okkur líða betur? Við ræddum við Sigurbjörgu um þetta í dag.
Við ákváðum svo í dag að heyra í Kristínu Einarsdóttur í beinni og ræða við hana um áramótin, uppgjörið sem fer þá fram, bæði persónulega og í fjölmiðlum, og svo ræddum við skaupið.