• 00:08:00Brynhildur Arthúrsd. - LAUF félag flogaveikra
  • 00:22:17Ómar Harðarson - Nýtt manntal
  • 00:35:44Ásta Rún og Katrín - Heilsuvaktin

Mannlegi þátturinn

Félag flogaveikra, nýtt manntal og heilsuvaktin

Við fræddumst í þættinum í dag um flogaveiki. Lauf félag flogaveikra gaf nýlega út Laufblaðið með fjölda fróðlegra greina um flogaveiki. Þar er til dæmis talað um eldri borgara og flogaveiki, flogaveiki fyrir, á og eftir meðgöngu, framför í vöktunartækjum og fleira. Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður LAUF félags flogaveikra kom í þáttinn og fræddi okkur um þessi mál.

hafa borist fréttir af því Hagstofa Íslands ætlar taka manntal í byrjun næsta árs. Þetta vakti forvitni okkar hér í Mannlega þættinum og ýmsar spuringar vöknuðu. Af hverju þarf manntal - vitum við ekki allt um alla - og hvernig er þetta gert? Maður sér fyrir einhvern náunga labba hús og húsi og banka upp á og ganga svo inn og byrja telja eða hvað? Ómar Harðarson hjá Hagstofunni veit allt um tilgang og framkvæmd þessa manntals og hann kom til okkar í dag.

Mjög mikið hefur verið gera hjá sálfræðingum Háskóla Íslands undanfarið bæði vegna faraldursins og fjölgunar nemenda. Ekki verður tekið við fleiri beiðnum um einstaklingsviðtöl til áramóta. Sálfræðingar skólans segja þó það ánægjulegt sjá hve mikil seigla í nemendum. Bergljót Baldursdóttir ræddi á heilsuvaktinni í dag við Ástu Rún Valgerðardóttur og Katrínu Sverrisdóttur, sálfræðinga við Háskóla Íslands.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL

Birt

16. des. 2020

Aðgengilegt til

16. des. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.