Skjálftinn og Skafti Hallgrímsson lesandi vikunnar
Við byrjuðum þáttinn í dag á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna, þátturinn var því styttri sem því nemur.
Sunnlensk ungmenni geta farið að hlakka til því nú í upphafi nýs árs verður til verkefni sem hefur fengið nafnið Skjálftinn - þetta er hæfileikakeppni sem byggir á hugmyndafræði og reynslu Skrekks - en Skrekkur er verkefni sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir í 30 ár og er ætlað reykvískum unglingum. En nú er sem sagt að verða breyting á og sú sem stendur fyrir sunnlenska Skjálftanum er Ása Berglind Hjálmarsdóttir verkefnastjóri og tónmenntakennari í Þorlákshöfn. Fyrsta keppnin verður haldin í maí og að þessu sinni eru það grunnskólar í Árnesþingi sem munu taka þátt. Við heyruðm meira af þessu ævintýri í þætti dagsins.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Skafti Hallgrímsson. Hann er blaðamaður, var lengi á Mogganum en stýrir núna fréttamiðlinum akureyri.net. Þetta er gamall vefur sem Skafta hefur tekist á örskömmum tíma að gera mjög vinsælan. Skafti var í stúdíói fyrir norðan og sagði okkur hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.