Björgvin Halldórsson föstudagsgestur og matarspjallsgestur
Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn þarf vart að kynna, Björgvin Halldórsson stórsöngvari. Ferill hans er langur og ómögulegt að telja fjölda laga sem hann hefur sungið inn í hjörtu landsmanna. Í næstu viku verður stórónleikunum Jólagestir Björgvins 2020 streymt frá Borgarleikhúsinu í beinni útsendingu, en þetta er 13. árið í röð sem Björgvin stendur fyrir slíkum tónleikum sem hafa verið feykivinsælir. Við ferðuðumst í dag með Björgvini í gegnum tíðina, frá æskunni og uppvextinum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Björgvin sat svo áfram með okkur í matarspjallinu ásamt Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Þá fengum við að vita hvað eru uppáhaldsréttir Björgvins í eldhúsinu, hvað honum finnst best að borða og hverjir eru sérréttir hans.