Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og aðra fimmtudaga og mánudaga undanfarið á því að senda út upphafið á upplýsingafundi almannavarna. Þátturinn var því styttri sem því nemur.
Við fengum sérfræðing til okkar í dag eins og vanalega á fimmtudögum. Í dag var það hárið, en sérfræðingur vikunnar er einn af okkar reyndustu hárgreiðslumeisturum Svavar Örn Svavarsson. Hann byrjaði kornungur í greininni og hefur í áratugi haft hendur í hári fólks. Það var ekki auðvelt að finna tíma hjá hárgreiðslumeistaranum enda langir dagar hjá hárgreiðslufólki núna, bæði vegna jólanna og ekki síst Covid. Því tókum við upp spjallið í gær eftir vinnu. Við fengum ansi margar spurningar um hár og Svavar Örn náði að svara þeim flestum.