Mannlegi þátturinn

Loftmyndir Björns, félagsráðgjöf og fátækt og jólin á Spáni

Í algjöru verkefnaleysi í Covid 19 sett ég undir mig hausinn og bjó til þessa bók. Gef hana út á sjötugsafmælinu og í tilefni þess hafa flogið grannt um Ísland í 50 ár til mynda byggðir og stórkostlega náttúru, segir Björn Rúriksson. Bókin „Flogið aftur í tímann“ sýnir byggðir á höfuðborgarsvæðinu og í öllu þéttbýli á Suður- og Suðvesturlandi. Horft er yfir byggðirnar úr lofti eins og þær voru sumarið og haustið 2020. Einnig er farið aftur í tímann og allmörg svæði sýnd til samanburðar eins og þau voru fyrir 35-45 árum síðan. Björn kom í þáttinn í dag og sagði frá.

Félagsráðgjafafélag Íslands heldur aðventufund á morgun í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum. Fjallað verður um félagsráðgjöf og fátækt. Félagsráðgjafar mæta daglega í störfum sínum einstaklingum og fjölskyldum sem búa við fátækt og leita leiða til bæta stöðu þeirra. Við fengum Steinunni Bergmann, félagsráðgjafi MPA og formann Félagsráðgjafafélagsins í þáttinn í dag. Hægt er nálgast upplýsingar um fundinn á facebook síðu Félagsráðgjafafélags Íslands.

Við fengum póstkort frá Magnús R. Einarssyni á Spáni í dag. Jólin eru ekki eins stór hátíð á Spáni eins og á Íslandi. Þar er ekki til siðs skreyta hús og híbýli með ljósum og seríum. Einstaka kóka kóla jólasveinn stendur eins og álfur fyrir verslanir og virkar ekki sannfærandi innan um pálmatré og suðrænar plöntur. Það var sagt frá breyttum jólum og áramótum í póstkorti dagsins frá Spáni.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

9. des. 2020

Aðgengilegt til

9. des. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.