• 00:07:45Guðrún Karls Helgudóttir - Í augnhæð
  • 00:23:46Diljá Ámundadóttir Zoega - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Í augnhæð og Diljá lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og undanfarna mánudaga og fimmtudaga, á því að senda út upphafið af upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn er því styttri sem því nemur.

Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi var að gefa út bók og öskju sem nefnast Í augnhæð - hversdagshugleiðingar. Guðrún er nýkomin úr námsleyfi í Ástralíu þar sem hún sat m.a. við skriftir en gerði margt annað og við fengum hana til að segja okkur frá bókinni og þeim hugleiðingum sem í henni eru.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Diljá Ámundadóttir Zoega, varaborgarfulltrúi og sálgæslunemi. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

7. des. 2020

Aðgengilegt til

7. des. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir