• 00:09:00Nýtnivikan-Birgitta Steingrímsdóttir frá UST
  • 00:23:50Kvenfélagasambandið 90 ára-Bakstur
  • 00:37:50Póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Nýtnivikan, áheitabakstur kvenfélaga og póstkort frá Spáni

Nýtnivikan svokallaða hófst um helgina og stendur fram á næsta sunnudag. Átakið er samevrópskt og hefur það að markmiði að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs. Í ár er þema vikunnar „það sem ekki sést“ og Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun kom í þáttinn og sagði meira frá Nýtnivikunni og til dæmis hvað það er sem ekki sést.

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og fagnar því 90 árum á þessu ári. Í tilefni 90 ára afmælisins munu kvenfélög um land allt standa fyrir söfnun. Kvenfélagskonur safna fyrir tækjum og hugbúnaði þeim tengdum, sem kemur til með að gagnast öllum konum um landið allt. Um er að ræða eftirlitstæki og ómtæki, ný eða uppfærð, eftir því sem við á, og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans. Og nú á föstudaginn verður bakað til stuðnings söfnuninni en Kvenfélagskonur standa fyrir áheitabakstri í heilan sólarhring. Eva Michelsen kom í þáttinn og sagði frá.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins sagði frá þeim tveim opinberu tungumálum sem eru töluð í Valencia héraði og vandanum sem fylgir því að læra spænsku í tvítyngdu umhverfi. Svo var það framhaldssagan af kórónuverirunni, sem vonandi fer að ljúka. Spánverjar eru einir evrópuþjóða, ásamt Þjóðverjum, tilbúnir með áætlun um að bólusetja meginhluta þjóðarinnar, fjörutíu og sjö milljónir mann strax á fyrstu þrem fjórum mánuðum næsta árs. Svo var líka sagt frá deilum sem hafa risið á Spáni á milli læknastéttarinnar og opinbers talsmanns ríkisstjórnarinnar í sóttvarnarmálum.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

25. nóv. 2020

Aðgengilegt til

25. nóv. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir