• 00:07:03Harpa Björt Eggertsdóttir vefverslun í Noregi

Mannlegi þátturinn

Íslensk vefverslun í Noregi og Halldór lesandi vikunnar

Við hófum þáttinn í dag, eins og alla mánudaga og fimmtudaga undanfarið, á því að senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn er því aðeins styttri, eða sem því nemur.

Við hringdum til Noregs og heyrðum í Hörpu Björt Eggertsdóttur, en hún er með vefverslun þar í landi, þar sem hún selur til dæmis íslenskan jólamat og sælgæti og margt fleira, t.d. íslenskt laufabrauð. Covid-19 hefur auðvitað sett strik í reikninginn hjá þeim eins og flestum, enda gerði ástandið það að verkum að erfiðara var að senda ýmsar vörur frá Íslandi til Noregs. Þau vildu þó endilega sjá hvað hægt væri að gera og buðu Íslendingum í Noregi upp á að nefna hvers þau sakna mest frá Íslandi og reyndu að verða sér út um það. Sem sagt Harpa Björt og íslenska vefverslunin dadda.no í Noregi í þættinum í dag.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Halldór Baldursson teiknari. Flestir ættu að þekkja teikningarnar eftir hann, en skopmyndir eftir hann birtast auðvitað reglulega í Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu, hann myndskreytir nýjustu bók Gerðar Kristnýar, Iðunn og afi pönk og hann myndskreytir einnig nýjustu bókina um Fíusól, og er meðhöfundur ásamt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. En hvað les hann sjálfur? Við fengum að vita allt um það hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

23. nóv. 2020

Aðgengilegt til

23. nóv. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir