Brimaldan stríða, orðabókagjöf og Hjalti lesandi vikunnar
Við byrjuðum þáttinn í dag, eins og síðustu mánudaga og fimmtudaga á því að senda út upphafið af upplýsingafundi Almannavarna. Þátturinn er því styttri sem því nemur.
Við flettum nýútkominni bók um örlagarík skipsströnd við Ísland í þættinum í dag. Steinar J. Lúðvíksson er fróður um sjóslysasögu Íslands og hefur skrifað bókina Brimaldan stríða. Þar segir hann meðal annars frá því þegar Reykvíkingar urðu vitni að dauðastríði áhafnar skips sem strandaði við Viðey og frá sjómönnum sem hröktust um á Skeiðarársandi í 11 sólarhringa áður en þeir sem lifðu af komumst til mannabyggða. Steinar var í þættinum í dag.
Í dag er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni heyrðum við í Halldóru Jónsdóttur, verkefnisstjóra Orðabókar Sigfúsar Blöndals, en hún sagði okkur frá veglegri gjöf sem orðabókasjóður afhendi Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í tilefni dagsins.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.