• 00:08:12Óvirkni og kvíði -Númi Ólafsson segir sögu sína
  • 00:27:51Vísur og Skvísur
  • 00:41:04Póstkort frá Magnúsi R Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Saga Núma, Vísur og skvísur og póstkort frá Spáni

Margir hafa undanfarnar vikur lýst áhyggjum af unga fólkinu á þessum covid tímum, það er að detta úr rútínu og jafnvel að detta úr námi. Við heyrum í ungum manni sem segir okkur frá reynslu sinni af því að detta úr skóla,íþróttum og vinnu, og því að festast í óvirkni og ofsakvíða við tölvuna. fyrir framan tölvuskjáinn árum saman. Hann er nú komin á fullt út í lífið aftur og vill miðla þessari reynslu til unga fólksins. Sigríður Arnardóttir, Sirrý kom í þáttinn með Núma Ólafssyni, en saga Núma er einmitt í nýrri bók hennar, Þegar karlar stranda.

Við fengum tvær ungar tónlistarkonur í heimsókn, þær Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur sem kalla sig Vísur og skvísur og hafa báðar stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð og sérhæft sig í norrænni vísnatónlist. Á heimaslóðum vilja þær nú færa löndum sínum fagnaðarerindið. Þær stöllur hafa komið fram á tónleikum hér á landi sem og á vísnahátíðum á Norðurlöndunum og þær léku og sumgi eitt lag fyrir hlustendur Mannlega þáttarins í dag og sögðu okkur frá Norræna vísnasöngskólanum.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins sagði Magnús frá stemningunni við torg heilags Kristófers í Alicante sem er eitt elsta torgið í borginni. Hann sagði frá sérkennilegum karakter sem skoppar þar um syngjandi sama lagið dag eftir dag. Magnús sagði líka frá búferlaflutningum innan borgarinnar og hertum reglum vegna kórónuvírussins. Og í lokin sagði hann svo frá fyrirætlunum Spánverja að taka dróna í notkun til fólksflutninga í Barcelona og fleiri borgum innan tveggja ára.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

11. nóv. 2020

Aðgengilegt til

11. nóv. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir