• 00:07:20Sólborg Guðbrandsd. - Fávitar
  • 00:21:13Sigurbjörg Karlsdóttir - sögur formæðra
  • 00:33:28Anna María Jónsd. - Heilsuvaktin

Mannlegi þátturinn

Sólborg og Fávitar, sögur formæðra og gleymda fólkið

Sólborg Guðbrandsdóttir hefur haldið fyrirlestra í skólum um allt land sem hún kallar fávitafræðslu. Í þeim, eins og á Instagram síðunni Fávitar, sem er með rúmlega 30 þúsund fylgjendur, hefur hún talað við nemendur á unglingastigi um kyn- og kynlífsfræðslu, frætt þau um kynhneigð, getnaðarvarnir, óléttu, blæðingar, kynsjúkdóma, mörk, lög um kynferðisofbeldi og margt fleira. Hún segir að unglingarnir hafi ótal spurningar sem þau fá ekki svör við um þessi mikilvægu málefni. Nú er komin út bókin Fávitar, þar sem Sólborg leitast við að svara fjölda spurninga frá íslenskum ungmennum, hún kom til okkar í dag og sagði okkur meira frá þessu.

Saga formæðra þinna er líka sagan þín, er heiti á námskeiði helgað sögum formæðra í umsjón Sigurborgar Kr. Hannesdóttur og Sigurbjargar Karlsdóttur. Hver og einn þátttakandi velur sér sögu einnar formóður til að vinna með og byggir á þeirri þekkingu sem hann hefur um hana. Sumir hafa litla vitneskju um líf formóðurinnar, aðrir mikla. Ef efniviðurinn er lítill, fá þáttakendur hjálp við að finna upplýsingar um aðstæður kvenna í sambærilegri stöðu og þeim er leiðbeint í að nálgast slíkar upplýsingar. Sigurbjörg Karlsdóttir var í símaviðtali í þættinum í dag.

Sum börn eru orkideur og önnur eru túnfíflar. Þessi líking er stundum notuð í barnageðlækningum og foreldrum líkt við garðyrkjumenn eða smiði. Á heilsuvaktinni í dag fjöllum við um geðheilsu barna og ungmenna ekki síst þeirra sem stundum eru nefnd gleymda fólkið. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Önnu Maríu Jónsdóttur, barna og unglingageðlækni í Heilsuvaktinni í dag.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

4. nóv. 2020

Aðgengilegt til

4. nóv. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir