• 00:07:53Heimur ostanna nr.8
  • 00:28:17Lesandi vikunnar-Björn Gunnlaugsson

Mannlegi þátturinn

Lokaþáttur um osta og Björn lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn í dag eins og aðra mánudaga og fimmtudaga undanfarið, með því að senda út upphaf upplýsingafundar Almannavarna. Því var þáttur dagsins styttri sem því nemur.

Við fengum að heyra 8. og síðasta þáttinn í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, þar sem ostaáhugamaðurinn Svavar Halldórsson hefur í fylgd ostasérfræðingsins Eyrnýjar Sigurðardóttur, leitt hlustendur um ævintýraheima ostanna. Í þessum síðasta þætti fóru þau Svavar og Eirný yfir bragðbætta osta af öllu tagi. Hvað má og hvað má ekki? Þau hugsuðu líka til jólanna í þessum síðasta þætti í bili. Alla þættina átta af Heimi ostanna má nálgast í hlaðvarpsútgáfu á vef RÚV og helstu hlaðvarpsveitum.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri, en skólastjórnendur standa í ströngu þessa dagana að skipuleggja skólastarf í samræmi við breyttar reglur sem fylgja faraldrinum. En Björn sagði okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

2. nóv. 2020

Aðgengilegt til

2. nóv. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir