• 00:07:21Föstudagsgesturinn Sunna Valgerðardóttir
  • 00:38:23Matarspjallið-Sigurlaug Margrét og Daníel Örn

Mannlegi þátturinn

Sunna föstudagsgestur og matarspjall um slátur og svið

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var fréttakonan Sunna Valgerðardóttir. Hún er sem sagt fréttakona hér á RÚV og sagði okkur frá því hvaðan hún er og frá æsku og uppvexti og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Og svo ætlum við líka að forvitnast um bók sem hún skrifaði. Hennar fyrsta skáldsaga, sem átti að koma út í fyrra, en það frestaðist og því átti að gefa hana út um síðustu páska. nema hvað, óvænt fór söguþráður bókarinna að verða líkari og líkari raunveruleikanum, í rauninni svo líkur að ákveðið var að bíða með útgáfu bókarinnar. Og nú í október fóru enn fleiri hlutir sem Sunna hafði skrifað um í bókinni að kallast á við raunveruleikann. Hún sagði okkur allt um þessar lygilegu tilviljanir í þættinum í dag.

Í matarspjalli dagsins hringdi Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, í vin, Daníel Örn Hinriksson hárgreiðslumeistara og fékk hann til að segja okkur frá sláturgerð, sviðakjömmum og öðru góðgæti.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

30. okt. 2020

Aðgengilegt til

30. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir