Mannlegi þátturinn

Hugarró, Dagrún þjóðfræðingur og Stefán lesandi vikunnar

Við ræddum við Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls í þættinum í dag. Hugarró, mikilvægt samtal við almenning, er verkefni sem leit fyrst dagsins ljós í fyrra samkomubanni og vildu samtökin Hugarafl leggja sitt lóð á vogarskálarnar til styðja almenning á erfiðum tímum. Um er ræða beint samtal á facebook síðu félagsins og er þetta farið í gang á ný. Auður sagði okkur frá starfi Hugarafls á þessum tímum í þættinum í dag.

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur er langt komin með doktorsrannsókn sína sem fjallar um birtingarmynd kvenna í þjóðsögum og sögnum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Dagrúnu og fór með henni yfir ýmislegt sem tengist þjóðfræði.

Og lesandi vikunnar þessu sinni var Stefán Benedikt Vilhelmsson, leikari, leikstjóri, margmiðlunarfræðingur og fleira. Við fengum vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

27. okt. 2020

Aðgengilegt til

27. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.