Mannlegi þátturinn

Björk Jakobs og Gunni Helga, bækur og matur

Föstudagsgestirnir í dag voru tveir, eða öllu heldur tvö. Þau eru hjón og eru bæði leikarar, leikstjórar, leikskáld og nú síðast eru þau orðin bæði rithöfundar og þau verða saman með útgáfuteiti á morgun. Þetta eru þau Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason. Það var gaman að spjalla við þau um lífið og tilveruna, æskuna og uppvöxtinn og sögu þeirra sambands allt til dagsins í dag og svo samkeppnina sem er framundan á jólabókamarkaðinum.

Og ekki nóg með það, heldur sátu þau Björk og Gunni með okkur áfram í matarspjallinu, þar sem þau sögðu frá uppáhaldsmat hvors fyrir sig og þau gáfu hvoru öðru einkunn fyrir gæði í matseld.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

23. okt. 2020

Aðgengilegt til

23. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir