• 00:07:20Heimur ostanna 6.þáttur
  • 00:26:21Lesandi vikunnar-Birna Anna Björnsdóttir

Mannlegi þátturinn

Heimur ostanna og Birna Anna lesandi vikunnar

Við byrjðuðum þáttinn í dag, eins og undanfarnar tvær vikur á mánudögum og fimmtudögum, á því senda út uþb. fyrstu 10 mínúturnar af fundi Almannavarna, sem var í beinni útsendingu kl.11. Því var þátturinn aðeins styttri en venjulega.

6. þáttur í smáþáttaröðinni Heimur ostanna var í þættinum i dag. Þau Svavar Halldórsson ostaáhugamaður og Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur, leiða hlustendur um ævintýraheim ostanna. Í dag flökkuðu þau um í tíma og rúmi. Rómverskir hermenn, fyrsta mjólkursamlag heimsins og Ísland um aldamótin 1900 er meðal þess sem þau fóru yfir í þætti dagsins. Grana stíll, Parmiggiano, Cheddar og Emmenthaler eru meðal þeirra heimsþekktu ostategunda sem bar á góma.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur. Hún hefur búið í New York frá árinu 2005, þar sem hún tók meistaragráðu í bókmenntum og hefur stundað ritstörf. Bókin 107 Reykjavík, eftir hana og Auði Jónsdóttur, er nýkomin út en í þættinum sagði hún frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

19. okt. 2020

Aðgengilegt til

19. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.