• 00:09:32Lífsgildin og börnin
  • 00:27:03Handleiðsla til eflingar í starfi
  • 00:40:57Póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Börn og lífsgildin, handleiðslubók og póstkort frá Spáni

Siðfræðingarnir Elsa Björg Magnúsdóttir og Gunnar Hersveinn hafa undanfarið verið hugsa um aðferðir til tala við börn um lífsgildin. Þau hafa bæði komið viðburðum heimspekikaffis og staðið fyrir viðburðum til efla gagnrýna hugsun. Þau segja: „Stóra verkefnið framundan felst ekki síður í samræðu okkar á milli um megingildin og líðan á umbrotatímum. Þau sem æfa sig í gagnrýnni og skapandi hugsun læra einnig vega og meta sambandið milli lífsgilda og farsældar í lífinu.“ Við ræddum við þau Gunnar og Elsu í þættinum í dag.

Bókin Handleiðsla - til eflingar í starfi er komin út hjá Háskólaútgáfunni. Í bókinni fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingargrunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Við heyrðum í Sigrúnu Júlíusdóttur, fyrrverandi prófessor hjá Háskóla Íslands og ritstjóra bókarinnar, í dag.

Í póstkortinu frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag var sagt frá síbreytilegum reglum varðandi farsóttina á Spáni sem og þeim áföllum sem veitingamenn hafa orðið fyrir á þessu ári, en þeir eru reyna snúa aðstæðum sér í hag með því reyna flýta kvöldmatstíma Spánverja. Það var líka sagt frá listanum sem fjármálaráðuneyti Spánar birtir á hverju ári yfir þá sem skulda mesta skatta. Þar trónir efstur einn frægasti fótboltamaður heims. Undir lokin var svo upplífgandi saga af fórnfúsum langhlaupara.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

14. okt. 2020

Aðgengilegt til

14. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.