Mannlegi þátturinn

Á móti straumnum, barnaskýrslur og póstkort frá Spáni

Veiga Grétarsdóttir er fyrsta manneskjan til róa 2.000 kílómetra í kringum Ísland á móti straumnum. Þetta er talið sambærilegt afrek og klífa fjallið K2. En hennar persónulega ferð er ekki síður merkileg. Hún fæddist sem strákur í afskekktu sjávarþorpi á Vestfjörum Íslands fyrir 44 árum síðan. Eftir hafa gifst og eignast börn, eftir hafa tvívegis reynt svipta sig lífi og eftir gríðarlega innri baráttu, ákvað hún fara í kynleiðréttingu. Um þessi tvö ferðalög lífs Veigu er fjallað í nýrri heimildarmynd, Á móti straumnum, sem er sýnd á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Veiga kom í þáttinn og sagði okkur sína sögu.

Í gær var UmBi: Barnaskýrsla til Barnaréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem börn á Íslandi hafa unnið um málefni sem á þeim brenna, kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem börn á Íslandi senda eigin skýrslu til nefndarinnar og er skýrslan kynnt samhliða skýrslu níu frjálsra félagasamtaka um stöðu mannréttinda barna á Íslandi og hvernig Íslandi gengur uppfylla Barnasáttmálann. Við fengum Jökul Inga Þorvaldsson, formann ungmennaráðs UNICEF og einn ritstjóra barnaskýrslunnar og Þóru Jónsdóttur, frá Barhaheillum, sem var í ritstjórn viðbótarskýrslu níu frjálsu félagasamtakanna, í þáttinn og fengum vita hvað kemur fram í þessum skýrslum og af hverju það er svona mikilvægt skýrslurnar séu tvær frá þessum tveimur sjónarhornum.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag og í þessu póstkorti dásamaði Magnús haustið við Costa Blanca og þykir það besti tími ársins. Það var sagt frá strandlífi sem er í raun önnum kafið iðjuleysi og barátta við náttúruöflin. Magnús reyndi líka finna eitthvað jákvætt við fámennið vegna farsóttarinnar. Alicante nýtur þess vera vinsæl meðal Spánverja, en þeir fíla hvorki Benidorm Torremolinos og ferðamannastaðir eru breytast í draugaborgir og bæi.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Birt

30. sept. 2020

Aðgengilegt til

30. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.