Mannlegi þátturinn

Tæring á Hælinu, myndlist á dekkjaverkstæðum og póstkort frá Spáni

Sviðslistaverkið Tæring var frumsýnt um helgina á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Verkið er innblásið af sögu berklasjúklinga sem þar dvöldu á síðustu öld. Verkið er samsköpun allra þátttakenda og er sérstaklega unnið inn í sýningarrýmið þar sem leiknum senum er blandað við vídeóverk og hljóðverk og einnig fara einhver atriði fram utandyra sem áhorfendur sjá út um glugga. Við hringdum norður og heyrðum meira af þessu verki og hvernig frumsýningin gekk frá Maríu Pálsdóttur, hælisstýru og framleiðanda verksins.

Bibendum-sýningar eru tegund vinnustaðasýninga hjá Listasafni ASÍ, en það eru myndlistarsýningar á dekkjaverkstæðum. Auglýst er eftir þátttakendum meðal myndlistarfólks og myndlistarfólk um land allt er hvatt til sækja um. umsóknarferlinu loknu vinnur sýningarstjóri á vegum Listasafns ASÍ með myndlistarfólkinu þróun sýningar á dekkjaverkstæði eigin vali, í samráði við starfsfólk og eigendur viðkomandi dekkjaverkstæðis. Við fengum Halldór Oddson, lögfræðing hjá ASÍ og Elísabetu Gunnarsdóttur, sýningarstjóra Listasafns ASÍ, til segja okkur frá þessu í þættinum.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Haustið er komið á Spáni og fyrsta lægðin kom á föstudaginn var til Costa Blanca. Póstkort dagsins segir frá haustkomunni. Líka frá kórónuvírusnum sem herjar grimmt á Spánverja, en vissulega mjög mismunandi eftir héruðum og borgum. Innbrotum hefur fjölgað mikið og það er líka sagt frá öðrum vanda sem fer vaxandi og hann stafar af hústökufólki. Við þeim vanda eru ekki til nein einföld ráð eins og sagt er frá í póstkortinu.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

23. sept. 2020

Aðgengilegt til

23. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.