• 00:08:33Halla og Laufey - Bleika slaufan
  • 00:21:45Gestur Pálmason - betri frammistaða
  • 00:36:00Krisín Einars talar við Indriða á Skjaldfönn

Mannlegi þátturinn

Bleika slaufan, Gestur Pálma og Indriði á Skjaldfönn

Sala á Bleiku slaufunni í ár hefst 1. október. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna. Lífslíkur hafa tvöfaldast á síðustu 50 árum og dánartíðni kvenna af völdum krabbameina hefur lækkað um 35%. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár komu í þáttinn og sögðu frekar frá Bleiku slaufunni í ár.

Gestur Pálmason vinnur við það alla daga hjálpa fólki við ganga betur í því sem það tekur sér fyrir hendur og sérstaklega þeim sem vinna undir miklu álagi. Hann leiðir námskeið þar sem hann fer meðal annars í undirliggjandi ástæður frammistöðu og frammistöðuleysis. Gestur er lögreglu- og sérsveitarmaður til 16 ára en hefur undanfarin misseri starfað sem stjórnenda- og teymisþjálfari hjá Complete í Bretlandi. Gestur kom í þáttinn í dag.

Kristín okkar Einarsdóttir fór undir lok ágústmánaðar og hitt Indriða bónda á Skjaldfönn í Skjaldfannardal og ræddi við hann um veðrið síðasta vetur og ýmislegt annað fróðlegt.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

22. sept. 2020

Aðgengilegt til

22. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.