Mannlegi þátturinn

Erfið eftirköst, mjólk og ostar og Lára lesandi vikunnar

„Við fengum COVID-19“ heitir hópur á facebook með um 800 meðlimi, sem eins og nafn hópsins gefur til kynna hafa öll fengið COVID-19. Á síðu hópsins hafa mörg þeirra tjáð sig um erfið eftirköst og afleiðingar sjúkdómsins, jafnvel þótt margir mánuðir séu síðan þau veiktust. Mun fleiri glíma við eftirköst COVID-19 en búist var við, segir forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítalans. Við fengum þær Rósu Björk Gunnarsdóttur og Margréti Gauju Magnúsdóttur, sem báðar eru í hópnum, til þess segja okkur betur frá þessum eftirköstum og sínum reynslum.

Við fengum í dag annan þáttinn í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, í umsjón matgæðingsins Svavars Halldórssonar og ostasérfræðingsins Eirnýar Sigurðardóttur þar sem þau leiða hlustendur um undraveröld ostanna. Í öðrum þætti tala þau um mjólk sem sjálfsögðu er undirstaða allrar ostagerðar í heiminum. Kúamjólk, geitamjólk, sauðamjólk og kaplamjólk. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? Hvaða máli skiptir mjólkin við skapa leyndardóma ostanna?

Lesandi vikunnar í þetta sinn var söng- og tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Hún er önnur stofnenda Andagiftar, sem stendur fyrir margvíslegum námskeiðum og uppákomum sem stuðla andlegu heilbrigði og vellíðan. Við fengum vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

21. sept. 2020

Aðgengilegt til

21. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.