Mannlegi þátturinn

Andri, Anní og Þriðji póllinn og sultur með Alberti og Ólafi Darr

Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn vou tveir, þau Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Þau eru leikstjórar myndarinnar Þriðji póllinn, sem er heimildarmynd um geðhvörf. Í henni er fylgst með ferðalagi Högna Egilssonar og Önnu Töru Edwards um framandi slóðir í Nepal. Myndin veitir innsýn í hugsun og veruleika fólks sem hefur glímt við sama sjúkdóm, en Anna Tara og Högni hafa bæði greinst með geðhvarfasýki. Myndin hefur verið í vinnslu í þrjú ár og til stóð frumsýna hana í mars en ekkert varð af þeim áformum vegna heimsfaraldursins. Það hefur verið tilkynnt myndin verður opnunarmynd RIFF í ár, þar sem hún verður frumsýnd 24.september.

Albert Eiríksson kom til okkar og var með okkur í stað Sigurlaugar Margrétar í matarspjalli dagsins. Hann fræddi okkur um sultur, er sultutíð, rabarbarar, rifsberja, bláberja, og fleiri týpur af sultu. Óvæntur gestur kom í matarspjallið, Ólafur Darri Ólafsson leikari, sem bauð sig fram sem sultusmakkara og stóð hann sig afskaplega vel í því hlutverki, eins og öllum hlutverkum sem hann tekur sér, til dæmis sem ráðherra í samnefndum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína í sjónvarpinu á sunnudag.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

18. sept. 2020

Aðgengilegt til

18. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.