Mannlegi þátturinn

Heyrnin og sundkýrin Sæunn

Það er fimmtudagur í dag og við héldum áfram með sérfræðinginn í Mannlega þættinum. Í dag kom til okkar Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Við veltum heyrninni fyrir okkur með honum, hver eru algengustu vandræðin sem fólk glímir við og við forvitnuðumst einnig um starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Heyrnartæki, suð í eyrum og almennar spurningar sem viðkoma heyrninni mun hann leitaðist við svara fyrir hlustendur og okkur.

Við skoðuðum barnabókina Sundkýrin Sæunn sem fjallar um í Önundarfirði sem flúði slátrarann á Flateyri, stökk í sjóinn og synti yfir Önundarfjörðin. Og eins og við vitum er þessi saga sönn. Þann 13. október árið 1987 átti slátra kúnni Hörpu á Flateyri, en þegar hún var leidd sláturhúsinu virtist hún skynja hvað væri í vændum og sleit sig lausa. því loknu tók hún á rás í átt til hafs, beið ekki boðanna og synti út á fjörðinn. Höfundur bókarinnar er Eyþór Jóvinsson bóksali á Flateyri og við slógum á þráðinn til hans í dag.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

17. sept. 2020

Aðgengilegt til

17. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.