• 00:09:22Bragi Valdimar - föstudagsgestur
  • 00:23:08Bragi Valdimar - seinni hluti
  • 00:39:33Matarspjallið - kjötfars og bollur

Mannlegi þátturinn

Bragi Valdimar og kjötbollur

Föstudagsgesturinn okkar í þetta sinn heitir Bragi Valdimar Skúlason, hann er afkastamikill laga og textahöfundur og svo virðist sem flest lög hans og textar rati beint í sálartetur íslensku þjóðarinnar. Hann rekur auglýsingastofu, stjórnar sjónvarpsþáttum og er einn af Baggalútum og ýmislegt annað tekur hann sér fyrir hendur. Við kynntumst honum nánar í þættinum í dag.

Matarspjallið var aðuvitað á sínum stað í dag. Sigurlaug Margrét kom til okkar og í síðasta matarspjalli töluðum við um kjötfars og þá aðallega kálböggla, en í dag voru það blessuðu steiktu kjötbollurnar. Kjötbollur í brúnni með kartöflumús er einn af þjóðarréttunum, sígildur réttur sem maður fær til dæmis hjá ömmu. Við báðum hlustendur um senda okkur nöfn á rétti sem margir þekkja úr æsku, kjötfars smurt á brauð og steikt og fengum send til okkar mörg skemmtileg nöfn og ólík, til dæmis rasskinnar, fljúgandi diskar og franskar nátthúfur.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

11. sept. 2020

Aðgengilegt til

11. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.