Ábyrgð og sjálfsagi, píanósónötur Beethovens og systur á Melum
Félag áhugafólks um Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga var stofnað 2008 en það vinnur að innleiðingu, starfsþjálfun og þróun efnistaka innan fjölmargra grunn- leik- og framhaldsskóla með efni sem þau kalla Uppbyggingu ábyrgðar og sjálfsaga. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. Við fengum þau Guðbjörgu M. Sveinsdóttur skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur og stjórnarkonu í félaginu og Sveinbjörn Markús Njálsson fyrverandi skólastjóri Álftanesskóla og gjaldkera stjórnar félagsins, til að segja okkur frekar frá þessu félagi og starfi þess.
Salurinn og landslið píanóleikara á Íslandi fagna 250 ára afmæli Ludwigs van Beethoven með því að flytja allar 32 píanósónötur Beethovens á 9 tónleikum nú í haust. Píanóverkin eru hornsteinn í sköpunarverki hans og þá sérstaklega píanósónöturnar en saman hafa þær verið nefndar Nýja testamenti píanóbókmenntanna, svo mikilvægar eru þær fyrir þróun og þroska píanóleikara. Við skruppum í Salinn í gær og ræddum við Jónas Ingimundarson sem á hugmyndina að þessum tónleikum og Ernu Völu Arnardóttur píanóleikara.
Systurnar frá Melum í Árneshreppi hafa komið fram við ýmis tækifæri og
skemmt gestum með söng og gamanmálum. Kristín okkar Einarsdóttir ræddi við Ellen Björnsdóttur, eina þeirra, en fékk svo þær allar þrjár til að taka lagið í fjárhúsinu á Melum.