Mannlegi þátturinn

Hörður Torfa 75 ára og kálbögglar

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn á einnig stórafmæli í dag, nánar tiltekið er hann 75 ára í dag, Hörður Torfason söngvaskáld og leiksviðslistamaður. Það var um nóg tala við hann og af nægu taka. Við fengum vita hvar hann er fæddur og uppalinn og svo ferðuðumst við í gegnum viðburðarríka ævi hans til dagsins í dag. Við spiluðum glænýtt lag, Draumarnir, og svo sagði Hörður okkur frá nýrri bók, 75 sungnar sögur, sem kom út í sumar.

Í matarspjalli dagsins sagði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, okkur frá kálbögglum, eða bleikum kjötbollum. Hvar á maður kaupa kjötfarsið? Á maður búa það til sjálfur? Notar maður sama farsið í steiktar kjötbollur og kálböggla? Og er kominn tími til halda hátíðlega kjötfarsdaginn einu sinni á ári?

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

4. sept. 2020

Aðgengilegt til

4. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.