Mannlegi þátturinn

Sérfræðingur í öldrunarlækningum og ritlistarnámskeið

Sérfræðingurinn í dag var lyf- og öldrunarlæknirinn Ólafur Þór Gunnarsson. Oft er það svo eldra fólk fær marga sjúkdóma samtímis, eða glímir við marga langvinna sjúkdóma sem þá safnast í sarpinn með hækkandi aldri. Algeng dæmi um þetta eru alls konar stoðkerfisvandamál, hjarta- og æðasjúkdómar, minnissjúkdómar eins og Alzheimers, þvagfæravandamál , geðræn vandamál, tauga- og skyntruflanir, lungnasjúkdómar, sýkingar, innkirtlavandamál ofl. Sjúkdómar eldra fólks leiða oft til færniskerðingar, og þess vegna er endurhæfing mjög mikilvægur þáttur í starfi öldrunarlækna. Við ræddum við Ólaf um öldrunarlækningar í þættinum í dag og hann svaraði spurningum hlustenda sem hafa sent þær með tölvupósti og Guðný Kristrún Óskarsdóttir bar meira segja upp tvær spurningar í beinni útsendingu í gegnum símann.

Það er vart orðum aukið sjaldan, eða aldrei, hafi hæfileikinn til finna gleðina í því smáa komið sér jafn vel og undanfarna mánuði og misseri. Á tímum kófsins finna margir ánægju í því reyna fyrir sér í nýjum áhugamálum eða gefa sér aftur tíma til sinna gömlum hugðarefnum. Við forvitnuðumst um ókeypis ritlistarnámskeið á vegum Borgarbókasafnsins þar sem sjónum er beint hinu smáa: Tilraunir með smátexta, örsögur, ljóð, smásögur og stílæfingar. Sunna Dís Másdóttir, bókmenntavirki og leiðbeinandi á námskeiðinu, kom í þáttinn og sagði frá.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

3. sept. 2020

Aðgengilegt til

3. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.