• 00:09:44Sáttamiðlunarskólinn
  • 00:27:03Borholan í Bolholti
  • 00:44:27Póstkort frá Spáni

Mannlegi þátturinn

Sáttamiðlaraskóli, borholur í Reykjavík og póstkort frá Spáni

Sátt er félag um sáttamiðlun og er sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stunda sáttamiðlun og afla sér menntunar eða fræðslu á því sviði. félaginu stendur bæði áhugafólk um sáttamiðlun og fagfólk á ýmsum sérsviðum, s.s. félagsráðgjöf, guðfræði, kennslu, lögfræði, sálfræði og sérfræðingar úr fleiri fagstéttum. Við fengum þær Dagnýju Rut Haraldsdóttur og Lilju Bjarnadóttur lögfræðinga og sáttamiðlara til koma í þáttinn og segja okkur frekar frá sáttamiðlun og Sáttamiðlaraskólanum..

Einn stærsti bor sem hefur sést í Reykjavík um áratuga skeið er á leiðinni til höfuðborgarinnar og verður notaður af Veitum við endurnýjun borholu við Bolholt. Borholan sem um ræðir er ein gjöfulasta sem Veitur hafa til umráða, en hún hefur varmaafl sem getur hitað upp um 2000 hús á ári sem er svipaður fjöldi og er í Vestmannaeyjabæ. Borholan er 764 metrar á dýpt, sem er á við tíu Hallgrímskirkjur.Við fórum í gær niður í Bolholt og hittum Grétar Ívarsson, jarðfræðing og eldfjallafræðing sem vinnur hjá OR til þess fræða okkur um þennan stóra bor, þessa borholu og borholur almennt.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Póstkort dagsins sagði frá ferð á fáfarna strönd þar sem Spánverjar bíða samt í röðum til komast á tvo veitingastaði sem eru sagðir með þeim bestu í fiskmeti á Spáni. Það var auðvitað minnst á kórónuvírusinn og þá staðreynd það eru 99,7 prósent líkur á því smitast EKKI í Alicante, þar sem Magnús er. Og í blálokin var sagt frá þýskum manni sem sem talar sjö tungumál reiprennandi og les ennþá fleiri.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

2. sept. 2020

Aðgengilegt til

2. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.